Kröfufjármögnun
Öflugt verkfæri til að mæta sveiflum í lausafjárstöðu.
Kröfufjármögnun er öflugt verkfæri til að sækja skammtímafjármagn þegar mæta þarf sveiflum í lausafjárstöðu fyrirtækja. Fyrirtæki í aðstöðu til að umbreyta útistandandi kröfum fyrirtækisins án fyrirvara í laust fé, er í mun betri stöðu til að standa við skuldbindingar sínar á gjalddaga, mæta óvæntum útgjöldum, fjármagna vöxt og nýta sér tímabundin afsláttarkjör svo eitthvað sé nefnt. Hafðu samband og við tengjum þitt fyrirtæki við fjármögnunarkerfi PRIMIS.
Fjármögnun innkaupa
Hentugt þegar birgjar bjóða eingöngu upp á staðgreiðsluviðskipti.
Innkaupafjármögnun hentar fyrirtækjum sem kaupa inn vörur frá innlendum eða erlendum birgjum sem ætlaðar eru til endursölu. Í flestum tilvikum líður töluverður tími frá því að fyrirtæki þarf að leggja út fyrir vörukaupum hjá sínum birgja, þar til varan er komin í hendur endanlegs kaupanda og greidd. PRIMIS fjármagnar innkaup fyrirtækis þegar fyrir liggur samningur um kaup endanlegs kaupanda á vörunni. Hafðu samband og leyfðu PRIMIS að meta hvort fjármögnun PRIMIS á innkaupum henti þínu fyrirtæki.