Skip to content

Fjármögnun

Kröfufjármögnun

Öflugt verkfæri til að mæta sveiflum í lausafjárstöðu.

Kröfufjármögnun er öflugt verkfæri til að sækja skammtímafjármagn þegar mæta þarf sveiflum í lausafjárstöðu fyrirtækja. Fyrirtæki í aðstöðu til að umbreyta útistandandi kröfum fyrirtækisins án fyrirvara í laust fé, er í mun betri stöðu til að standa við skuldbindingar sínar á gjalddaga, mæta óvæntum útgjöldum, fjármagna vöxt og nýta sér tímabundin afsláttarkjör svo eitthvað sé nefnt. Hafðu samband og við tengjum þitt fyrirtæki við fjármögnunarkerfi PRIMIS.

Fjármögnun innkaupa

Hentugt þegar birgjar bjóða eingöngu upp á staðgreiðsluviðskipti.

Innkaupafjármögnun hentar fyrirtækjum sem kaupa inn vörur frá innlendum eða erlendum birgjum sem ætlaðar eru til endursölu. Í flestum tilvikum líður töluverður tími frá því að fyrirtæki þarf að leggja út fyrir vörukaupum hjá sínum birgja, þar til varan er komin í hendur endanlegs kaupanda og greidd. PRIMIS fjármagnar innkaup fyrirtækis þegar fyrir liggur samningur um kaup endanlegs kaupanda á vörunni. Hafðu samband og leyfðu PRIMIS að meta hvort fjármögnun PRIMIS á innkaupum henti þínu fyrirtæki.

Brúarfjármögnun

Gagnast vel þegar brúa þarf fjármögnunarbil í allt að 12 mánuði.

Brúarfjármögnun hentar þegar þörf er á fjármagni í allt að 12 mánuði í tengslum við verkefni sem hafa tiltölulega stuttan efndatíma. T.d. má nefna viðbótarfjármögnun við kaup á fasteignum meðan beðið er langtímafjármögnunar, byggingarverkefni þar sem fjármagn vantar til að klára verk fyrir afhendingu, viðbótarfjármögnun við fyrirtækjakaup sem til stendur að endurfjármagna eða greiða innan 12 mánaða o.s.frv. Hafðu samband ef fyrirtækið þitt vantar brúarfjármögnun og leyfðu PRIMIS að meta hvernig megi aðstoða þig.

Sérstök fjármögnun

Öll fyrirtæki eru sérstök og sum sérstakari en önnur.

Sérstök fjármögnun er, eins og nafnið gefur til kynna, fjármögnun sem er tilfallandi eða sérstök að því leytinu til að hún er sérniðin að þörfum viðskiptavinarins. Í ýmsum tilfellum hentar ekki hefðbundin fjármögnun sem fylgir algengu fyrirkomulagi um veð, afborganir og vexti en oft má finna leiðir til að koma fjármagni í verkefni með því að sérsníða fjármögnunina. Hafðu samband og við vinnum með fyrirtækinu þínu að því að finna sérsniðna fjármögnunarlausn sem hentar.

is_IS