PRIMIS
PRIMIS er fjármögnunarfyrirtæki sem sérhæfir sig í fjármögnun lítilla og meðalstórra fyrirtækja.
PRIMIS merkir „fyrstur“ og vísar til þeirrar nýsköpunar sem fyrirtækið stundar í þeim tilgangi að bjóða nýjar og framsæknar fjármögnunarlausnir á fyrirtækjamarkaði. Umbylting er að eiga sér stað þegar kemur að fjármögnun fyrirtækja. Með tækniþróun undanfarinna ára hafa skapast tækifæri til að auka skilvirkni og einfalda fjármögnunarferli fyrirtækja. Gögn sem hlaðast upp ár frá ári um rekstur fyrirtækja og framþróun í reiknigetu tölva, mun gera fjármögnunarfyrirtækjum kleift að nýta sér gögnin til að þjónusta viðskiptavini sína með aukinni sjálfvirkni og hraða að leiðarljósi . Þetta þýðir að áhættumat og ákvarðanataka verður að fullu sjálfvirkt ferli í framtíðinni. Innleiðing stafrænna lausna hjá fyrirtækjum og stofnunum, nútímavæðing regluverks og stöðlun rafrænna samskipta mun leiða til þess að veðtaka, færsla fjármuna og bókhald í tengslum við fjármögnun á sér stað án þess að mannshöndin komi nærri. PRIMIS hyggst verða leiðandi í að ná betur til lítilla og meðalstórra fyrirtækja þegar kemur að fjármögnun þeirra enda hafa rannsóknir sýnt að fjárþörf þeirra er mun meiri en hefðbundnir fjármögnunaraðilar eru að sinna.
PRIMIS er í eigu Sigurðar Freys Magnússonar framkvæmdastjóra PRIMIS og fjárfesta.